Forsíða

Fréttir

föstudagur, 13. febrúar 2015 - 13:30

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar endurskoðaðar reglur um málalykla (nr. 622/2010), skjalavistunaráætlanir (nr. 623/2010) og um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala (nr. 1065/2010) afhendingarskyldra aðila. Reglur um málalykla og skjalavistunaráætlanir tóku gildi 1. ágúst 2010 og reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala tóku gildi 1. janúar 2011.

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 5. febrúar 2015 - 16:30

Samhliða nýrri stefnumótun fyrir Þjóðskjalasafn Íslands var hannað nýtt merki safnsins. Þannig er leitast við að marka upphaf nýrra tíma í starfi safnsins.

Form, gerð og litur merkisins byggir á þremur fyrirmyndum.

mánudagur, 2. febrúar 2015 - 14:45

Þjóðskjalasafn hefur gefið út bækling um stefnu safnsins árin 2014 - 2018. Stefnumótunin er m.a. unnin í tilefni nýrra laga um opinber skjalasöfn, nr 77/2014, sem samþykkt var á Alþingi vorið 2014. Með stefnumótuninni er leitast við að skýra markmið Þjóðskjalasafns og renna þannig styrkari stoðum undir bættan árangur á forsendum mælanlegra markmiða og krafna um gagnsæi í opinberum rekstri.

Stefnumótun 2014 - 2018
fimmtudagur, 29. janúar 2015 - 15:45

Þjóðskjalasafn Íslands skipuleggur og heldur á þessu ári þriðju árlegu ráðstefnu Alþjóðaskjalaráðsins (ICA) í Reykjavík dagana 28. og 29. september. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Archives: Evidence, Security and Civil Rights. Ensuring trustworthy information“.

3rd ICA Annual Conference in Reykjavik 2015
föstudagur, 16. janúar 2015 - 15:45

Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður haldin föstudaginn 6. febrúar nk. Að venju tekur Þjóðskjalasafn Íslands þátt í Safnanótt og verður með opið hús í lestrarsal safnsins, Laugavegi 162, frá kl 19:00 - 24:00.

Flöskumiðar
þriðjudagur, 16. desember 2014 - 13:45

Fjórða tölublað þessa árs af Nordisk Arkivnyt er komið út. Tímaritið er að vanda ríkt af vönduðu efni frá öllum Norðurlöndunum, auk fastra efnisþátta.

Norski ríkisskjalavörðurinn Inga Bolstad

Pages