Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 7. júlí 2015 - 9:45

Endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda. Reglurnar tóku gildi 1. júlí 2015. Með gildistöku þessara reglna falla úr gildi eldri reglur frá 2010.

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 18. júní 2015 - 10:30

Annað tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2015 er nýkomið út. Í ritinu eru að vanda greinar um starfsemi skjalasafna á Norðurlöndunum og fastir efnisþættir.

Nordisk Arkivnyt 2. tbl 2015
miðvikudagur, 13. maí 2015 - 16:15

Næstkomandi laugardaginn 16. maí 2015 verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna. Við  opnun  sýningarinnar verður haldið málþing um þróun borgara- og þegnréttinda kvenna í 100 ár og stendur dagskráin frá kl. 13:00 – 17:00.

Kosningaréttur kvenna
miðvikudagur, 29. apríl 2015 - 12:30

Landsnefnd Íslands um minni heimsins auglýsir eftir fyrstu tilnefningum til skráningar á Landsskrá Íslands.

Minni heimsins
þriðjudagur, 21. apríl 2015 - 9:45

Fimmtudaginn 16. apríl sl. opnaði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vefinn Einkaskjalasafn.is - samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi við athöfn í Þjóðskjalasafni Íslands.

Einkaskjalasafn.is
miðvikudagur, 25. mars 2015 - 13:45

Fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2015 er komið út og efnisríkt að vanda. Á þessu ári færist ritstjórn tímaritsins frá Danmörku yfir Eyrarsundið til Svíþjóðar.

Maria Larsson Östergren, nýr aðalritstjóri Nordisk Arkivnyt

Pages