Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 5. apríl 2016 - 11:15

Þjóðskjalasafn Íslands og Héraðsskjalasafn Austfirðinga stóðu fyrir námskeiði um skjalavörslu og skjalastjórn opinberra aðila á Egilsstöðum föstudaginn 1. apríl sl. Á námskeiðinu, sem stóð yfir í heilan dag, var farið yfir alla helstu þætti í skjalahaldi opinberra aðila.

Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum
föstudagur, 1. apríl 2016 - 11:45

Af gefnu tilefni vill Þjóðskjalasafn koma eftirfarandi á framfæri:

Þjóðskjalasafn Íslands
miðvikudagur, 9. mars 2016 - 13:15

UNESCO heldur úti skrá um Minni heimsins (Memory of the World Register) um mikilvæg menningarverðmæti heimsins sem hafa sérstakt varðveislugildi. Á þeirri skrá eru, meðal annarra gersema, handritasafn Árna Magnússonar og manntalið 1703.

Viðtakendur staðfestingarskjala ásamt mennta- og menningarmálaráðherra
miðvikudagur, 9. mars 2016 - 12:45

Um síðustu áramót tóku ný fjárlög gildi og samkvæmt þeim fékk Þjóðskjalasafn Íslands það hlutverk að úthluta héraðsskjalasöfnum verkefnastyrkjum til skönnunar- og miðlunar valdra skjalaflokka. Settar hafa verið reglur og almennir skilmálar um umsóknir og úthlutun til þess að tryggja vönduð vinnubrögð og góða nýtingu fjármuna.

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 18. febrúar 2016 - 7:15

Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir námskeiði um skjalastjórn og skjalavörslu föstudaginn 1. apríl 2016. Námskeiðið verður haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum og hefst kl 9:00 en lýkur kl 15:30.

Fjallað verður um eftirfarandi efni:

Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum
þriðjudagur, 2. febrúar 2016 - 15:45

Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður haldin föstudaginn 5. febrúar 2016. Að venju tekur Þjóðskjalasafn Íslands þátt í Safnanótt og verður með opið hús í húsakynnum safnsins, Laugavegi 162, frá kl 19:00 - 24:00. Þema kvöldsins tengist flökkurum, förufólki eða flóttamönnum.

Safnanótt 2016. Flakkarar, förufólk eða flóttamenn?

Pages