Forsíða

Fréttir

mánudagur, 10. júní 2013 - 5:45

Alþjóðlega skjaladaginn ber upp á sunnudag þetta árið, en þá eru skjalasöfn víðsvegar um heiminn með tildragelsi af ýmsu tagi til að vekja athygli á mikilvægi skjalasafna, sem eru minni heimsins um liðna atburði og vörslustaðir skjala sem varða réttindi borgaranna.

Alþjóðlegi skjaladagurinn
fimmtudagur, 6. júní 2013 - 17:15

Þjóðskjalasafn Íslands hefur samþykkt málaleitan Landssambands íslenskra frímerkjasafnara að lána til norrænu frímerkjasýningarinnar NORDIA 2013 veglegan hluta af frímerkjasafni því sem er í vörslu þess. Um er að ræða afar fágæt og ómetanleg frímerkt umslög og bréf sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir áður og eru sum þeirra þau elstu sem varðveist hafa hérlendis. Eiríkur G.

Úr frímerkjasafni Þjóðskjalasafns Íslands
fimmtudagur, 30. maí 2013 - 11:30

Sámal Tróndur Finnsson Johansen landsskjalavörður Færeyja og Annika Skaalum starfsmaður Landsskjalasafnsins heimsóttu Þjóðskjalasafn Íslands í gær og áttu fund með þjóðskjalaverði og starfsmönnum safnsins um verkefni Þjóðskjalasafns á sviði manntalsgrunna og skráningu sóknarmannatala.

Sámal Tróndur Finnsson Johansen landsskjalavörður Færeyja
þriðjudagur, 7. maí 2013 - 10:45

Út er komið fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á þessu ári. Í blaðinu er m.a. umfjöllun um átaksverkefni Félags héraðsskjalavarða á Íslandi og  Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um söfnun íþróttaskjala, gildistöku nýrra upplýsingalaga á Íslandi og sagt frá skipun nýs þjóðskjalavarðar. Einnig eru í blaðinu fréttir og frásagnir af starfsemi skjalasafna á öllum Norðurlöndunum.

Forsíða Nordisk Arkivnyt
miðvikudagur, 24. apríl 2013 - 11:15

Brynja Björk Birgisdóttir hefur verið ráðin til starfa sem sviðsstjóri upplýsingasviðs Þjóðskjalasafns Íslands.

Brynja Björk Birgisdóttir sviðsstjóri
mánudagur, 15. apríl 2013 - 14:45

Föstudaginn 12. apríl fór fram í Þjóðskjalasafni fundur stjórnenda Þjóðskjalasafns og héraðsskjalavarða landsins. Fundurinn var vel sóttur en alls sóttu fundinn 15 héraðsskjalaverðir eða fulltrúar þeirra. Nokkrir sérfræðingar Þjóðskjalasafns tóku þátt í fundinum undir einstökum liðum.

Fundur héraðsskjalavarða í Þjóðskjalasafni

Pages