Merkur áfangi náðist í rafrænni skjalavörslu í ágúst þegar Þjóðskjalasafn samþykkti notkun mennta- og menningarmálaráðuneytisins á rafrænu mála- og skjalavörslukerfi. Unnið hefur verið að varðveislu rafrænna gagna síðasta áratuginn hjá Þjóðskjalasafninu og liður í því var útgáfa reglna um rafræn opinber gögn sem birtust í Stjórnartíðindum í ágúst 2010.