Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 27. júní 2013 - 10:15

Fyrir ári síðan sendi Þjóðskjalasafn inn umsókn um að manntalið 1703 yrði tekið á skrá UNESCO um minni heimsins (World Memory). Þau ánægjulegu tíðindi bárust í gær að umsóknin hefði verið samþykkt og manntalið 1703 er því komið í skrána um minni heimsins.

Manntalið 1703, upphaf manntals Skógarstrandarhrepps í Snæfellsnessýslu
miðvikudagur, 26. júní 2013 - 16:15

Nýlega lauk Óskar Guðlaugsson BS gráðu í landfræði. Lokaritgerð hans, „Makaval og heimabyggð. Uppruni hjóna samkvæmt manntali 1845“, byggir á gögnum manntalsins 1845, sem Þjóðskjalasafn veitti Óskari aðgang að til rannsóknarvinnu.

Kortið sýnir mægðir á milli sókna á öllu landinu
miðvikudagur, 12. júní 2013 - 15:15

Í undirbúningi er samnorræn ráðstefna um miðlun gagna í skjalasöfnum (Nordisk arkivformidlingskonferanse 2013) sem til stendur að halda í Olsó í Noregi dagana 24.-25. október 2013. Að ráðstefnunni standa Norsk kulturråd, Landslaget for lokal- og privatarkiv og Riksarkivaren (embætti norska ríkisskjalavarðarins) í samstarfi við samnorrænt fagráð.

Nordisk arkivformidlingskonferanse 2013
mánudagur, 10. júní 2013 - 5:45

Alþjóðlega skjaladaginn ber upp á sunnudag þetta árið, en þá eru skjalasöfn víðsvegar um heiminn með tildragelsi af ýmsu tagi til að vekja athygli á mikilvægi skjalasafna, sem eru minni heimsins um liðna atburði og vörslustaðir skjala sem varða réttindi borgaranna.

Alþjóðlegi skjaladagurinn
fimmtudagur, 6. júní 2013 - 17:15

Þjóðskjalasafn Íslands hefur samþykkt málaleitan Landssambands íslenskra frímerkjasafnara að lána til norrænu frímerkjasýningarinnar NORDIA 2013 veglegan hluta af frímerkjasafni því sem er í vörslu þess. Um er að ræða afar fágæt og ómetanleg frímerkt umslög og bréf sem ekki hafa komið fyrir almenningssjónir áður og eru sum þeirra þau elstu sem varðveist hafa hérlendis. Eiríkur G.

Úr frímerkjasafni Þjóðskjalasafns Íslands
fimmtudagur, 30. maí 2013 - 11:30

Sámal Tróndur Finnsson Johansen landsskjalavörður Færeyja og Annika Skaalum starfsmaður Landsskjalasafnsins heimsóttu Þjóðskjalasafn Íslands í gær og áttu fund með þjóðskjalaverði og starfsmönnum safnsins um verkefni Þjóðskjalasafns á sviði manntalsgrunna og skráningu sóknarmannatala.

Sámal Tróndur Finnsson Johansen landsskjalavörður Færeyja

Pages