Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 18. nóvember 2021 - 9:00

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr eftirlitskönnun safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn 19 sveitarstjórnarskrifstofa sem eru afhendingarskyldar lögum samkvæmt til Þjóðskjalasafns Íslands. Eftirlitskönnunin fór fram í febrúar og mars á þessu ári.

Skýrsla. Skjalavarsla og skjaalastjórn sveitarfélaga.
föstudagur, 5. nóvember 2021 - 8:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum eftirlitskönnunar safnsins á skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla sem var gerð í byrjun ársins. Þjóðskjalasafn og Biskupsstofa fyrir hönd þjóðkirkjunnar hafa átt í samstarfi undanfarin misseri í þeim tilgangi að efla skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla og var eftirlitskönnunin liður í þessu samstarfi.

Skjalavarsla og skjalastjórn prestakalla
föstudagur, 29. október 2021 - 8:00

Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns fer fram þann 12. nóvember næstkomandi á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Upphaflega stóð til að ráðstefnan yrði haldin síðastliðið vor en henni var frestað vegna sóttvarnarráðstafana. Vorráðstefnan verður því að þessu sinni haldin í nóvember.

Mynd frá ráðstefnu Þjóðskjalasafns
miðvikudagur, 20. október 2021 - 14:30

Bók Kristjönu Kristinsdóttur fagstjóra hjá Þjóðskjalasafni, Lénið Ísland: Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld, er komin út. Útgáfuhóf var á Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson veitti bókinni viðtöku. Hægt er að kaupa bókina hjá Sögufélagi og í bókabúðum.

Lénið Ísland
fimmtudagur, 7. október 2021 - 10:45

Vegna starfsdags verður afgreiðsla safnsins og lestrarsalur lokaður föstudaginn 8. október.

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns
þriðjudagur, 5. október 2021 - 7:00

Þjóðskjalavörður hefur skipað í samráðshóp um varðveislu einkaskjalasafna til næstu þriggja ára. Samráðshópurinn mun vinna að varðveislu einkaskjalasafna á opinberum vettvangi og að koma málum einkaskjalasafna í betri farveg. Í samráðhópnum sitja fulltrúar frá Þjóðskjalasafni Íslands, héraðsskjalasöfnum og Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Verkefni samráðshópsins eru:

Bréf úr einkaskjalasafni

Pages