Forsíða

Fréttir

mánudagur, 2. október 2023 - 9:00

Reglur um varðveislu og eyðingu skjala úr fjárhagsbókhaldi nr. 1022/2023 hafa verið staðfestar af ráðherra og settar af þjóðskjalaverði. Afhendingarskyldir aðilar skv. 1. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn hafa því heimild til að eyða slíkum skjölum úr skjalasafni sínu þegar sjö ár eru liðin frá lokum reikningsárs.

Fjárhagsbókhald getur verið af ýmsum toga
fimmtudagur, 21. september 2023 - 11:30

Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands 2023 er helgaður þjóðlendurannsóknum. Ráðstefnan verður haldin í Þjóðskjalasafninu að Laugavegi 162, fimmtudaginn 28. september nk. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og er áætlað að henni ljúki um kl. 16:00. Þá verður einnig fagnað útgáfu 3. bindis Yfirréttarins á Íslandi.
 

Yfirrétturinn bindi 3. 1716-1732.
þriðjudagur, 19. september 2023 - 11:30

Á síðustu árum hafa orðið stórstígar framfarir á sviði gervigreindar. Ein birtingarmynd þessarar þróunar er stafrænn lestur handrita og skjala. Þar má nefna austurríska forritið Transkribus sem rekja má til Evrópuverkefnanna TranScriptorium frá árunum 2013-2015 og READ  frá 2016-2019.

Lestur Transkribus á dóma- og þingbók Snæfellssýslu frá árinu 1809.
fimmtudagur, 24. ágúst 2023 - 14:00

Á undanförnum árum hefur verið unnið að gerð gagnagrunns sóknarmannatala á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Að mestu leyti hefur það starf farið fram á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Á Ísafirði hafa starfsmenn unnið að verkefninu um langt skeið og nú núverið fékkst styrkur frá Byggðastofnun til að ráða starfsfólk á Bakkafirði og Raufarhöfn til verksins.

Meðfylgjandi er sýnishorn tekið af handahófi af frumritum sóknarmannatala úr Eyrarsókn í Skutulsfirði, en öll tölin úr sókninni sem ná frá árinu 1788 – 1951 hafa nú verið birt á vefnum.
fimmtudagur, 15. júní 2023 - 9:00

Afgreiðsla og lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands verða lokuð um tveggja vikna skeið yfir hásumarið. Lokunin verður frá 24. júlí til og með 4. ágúst 2023. Á meðan lokun stendur verður jafnframt skert þjónusta í Þjóðskjalasafni, s.s. er varðar ráðgjöf til afhendingarskyldra aðila um skjalavörslu og skjalastjórn og fyrirspurnir úr safnkosti Þjóðskjalasafns.

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns
miðvikudagur, 14. júní 2023 - 9:00

Ársskýrsla Þjóðskjalasafns Íslands fyrir árið 2022 er komin út. Í henni er að finna upplýsingar um starfsemi Þjóðskjalasafns á síðasta ári.

Ársskýrslu Þjóðskjalasafns fyrir árið 2022 má nálgast hér.

Eldri ársskýrslur safnsins má finna hér.

Ársskýrsla 2022

Pages