Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 7. nóvember 2023 - 14:45

Á haustmánuðum heimsótti Karen Sigurkarlsdóttir, starfsmaður Þjóðskjalasafns Íslands, ríkisskjalasöfn Danmerkur og Svíþjóðar á vegum NORUT, Norrænna starfsmannaskipta, sem Norræna ráðherranefndin styrkir.

Íslandskort Thomas Hans Henrik Knoff frá 1734
mánudagur, 23. október 2023 - 9:00

Dagana 9.-13. október síðastliðinn fór fram þing Alþjóða skjalaráðsins (ICA) í Abu Dhabi. Þingin, sem haldin eru á fjögurra ára fresti, sækja skjalaverðir, skjalastjórar og háskólafólk alls staðar að úr heiminum til að ræða sameiginlegar áskoranir og verkefni.

Þing Alþjóða skjalaráðsins ICA í Abu Dhabi 2023
miðvikudagur, 18. október 2023 - 14:30

Á undanförnum árum hefur Þjóðskjalasafn unnið að samstarfsverkefni sem styrkt hefur verið af Uppbyggingasjóði EES. Verkefnið heitir: Loaded – Open.

Umsókn Benedikts Gröndal til Alþingis 1899
fimmtudagur, 12. október 2023 - 15:15

Dagana 5.-6. október fóru fram fundir þjóðskjalasafna Evrópu í Madrid sem Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður og Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður sóttu.

Fulltrúar á fundi EAG í Madrid 5. október 2023.
fimmtudagur, 12. október 2023 - 14:45

Þjóðskjalasafn Íslands mun bjóða upp á röð námskeiða í vetur eins og venja hefur verið undanfarin ár. Námskeiðin verða kennd í gegnum fjarfundarbúnaðinn Teams og eru þeim sem vilja sitja námskeiðin að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig. Þátttakendur fá síðar tengil á námskeiðið þegar nær dregur námskeiðinu.

Skjalageymslur ÞÍ
þriðjudagur, 3. október 2023 - 12:45

Fjölmenni sótti rannsóknadag Þjóðskjalasafns 28. september, sem að þessu sinni var helgaður þjóðlendurannsóknum og útgáfu þriðja bindis Yfirréttarins. Rúmlega fimmtíu gestir hlýddu á fjölbreytt erindi og sköpuðust skemmtilegar umræður um landamerki og sögu þeirra, deilur landeigenda sín á milli og við ríkið.

Kjartan Richter gaf innsýn í líf bóndans Benónís Guðlaugssonar á Glettingsnesi

Pages