Forsíða

Fréttir

miðvikudagur, 25. nóvember 2020 - 15:30

Af ófyrirséðum orsökum er Rannsóknadegi Þjóðskjalasafns Íslands frestað til þriðjudagsins 8. desember. Verður hann þá á sama tíma, frá klukkan 15:00 - 16:00.

Rannsóknadegi frestað
föstudagur, 20. nóvember 2020 - 13:45

Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands árið 2020 verður að þessu sinni helgaður svokölluðu hagsögusafni sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni Íslands og mætti kalla „nýjar” heimildir um hagsögu. Þar er um að ræða gríðarlegt magn gagna sem tengist um 300 verslunum, félögum og fyrirtækjum. Elstu skjölin eru frá síðari hluta 18. aldar en þau yngstu frá fyrri hluta 20. aldar.

Bréfhaus úr Hagsögusafni
fimmtudagur, 19. nóvember 2020 - 12:15

Þann 1. desember næstkomandi munu Þjóðskjalasafn, Þjóðminjasafn og Skógasafn standa fyrir málstofu um póst- og frímerkjasögu. Yfirskrift málstofunnar er „Póstmenn koma víða við“ og verða þar flutt þrjú fræðsluerindi. Málstofan verður send út í beinni vefútsendingu á Facebook-síðum safnanna þriggja og hefst hún kl. 11:00.

Frímerki um landsnefndina 1770-1771
miðvikudagur, 18. nóvember 2020 - 8:45

Ákveðið hefur verið að framlengja sóttvarnarráðstafanir í Þjóðskjalasafni til og með 1. desember nk. Lestrarsalur og afgreiðsla safnsins verða því lokuð. Jafnframt verður ekki tekið við skjalasöfnum til varðveislu og fundir með skjalavörðum og sérfræðingum verða í gegnum síma eða fjarfundabúnað.

Þjóðskjalasafn Íslands
föstudagur, 13. nóvember 2020 - 16:45

Norræni skjaladagurinn er laugardaginn 14. nóvember. Þá sameinast skjalasöfn á Norðurlöndum um að kynna starfsemi sína. Að þessu sinni ber dagurinn yfirskriftina „Hernumið land“. Á skjaladagsvefnum er hægt að finna efni frá íslenskum skjalasöfnum og kennir þar margra grasa.

Norræni skjaladagurinn 2020
föstudagur, 6. nóvember 2020 - 13:30

Þjóðskjalasafn Íslands hefur tekið í notkun þjónustu umsóknarkerfi Íslands.is fyrir eyðublöð safnsins. Fyrsta eyðublaðið sem verður nú að fullu rafrænt er fyrir tilkynningar á rafrænum gagnasöfum afhendingarskyldra aðila samkvæmt reglum nr. 877/2020.

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages