Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 17. mars 2011 - 9:45

Laugardaginn 19. mars 2011 verður opið hús á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands kl 13:00 - 16:00 í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands og í samvinnu við hann. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Dagskrá

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 10. mars 2011 - 14:30

Vakin er athygli á rannsóknarverkefni sem hleypt hefur verið af stokkunum í Þjóðskjalasafni. Markmiðið með verkefninu er að taka fyrir helstu embætti Íslands allt frá árinu 1550 og kryfja heimildir og skjöl sem eftir embættin liggja samkvæmt skjalfræðilegum reglum þ.e. upprunareglu.

Magnús Stephensen á 25 króna seðli
miðvikudagur, 9. febrúar 2011 - 14:45

Á safnanótt, föstudaginn 11. febrúar 2011, verður dagskrá í lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands að Laugavegi 162 sem hefst kl 19:00 og stendur til miðnættis. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Grænu ljósin loga á Safnanótt
föstudagur, 28. janúar 2011 - 13:15

Nú í lok janúar kom Hjalti Pálsson ritstjóri og fræðimaður á Sauðárkróki á Þjóðskjalasafnið og færði safninu fimm bindi af ritröðinni Byggðasaga Skagafjarðar. Hefur þeim verið komið fyrir á lestrarsal safnsins. Þjóðskjalasafn Íslands þakkar Hjalta þessa góðu gjöf.

Byggðasaga Skagafjarðar
mánudagur, 17. janúar 2011 - 10:15

Vinningshafi í verðlaunagetraun Norræna skjaladagsins 2010 var Guðný Hafdís Svavarsdóttir bókavörður á Hornafirði og hlaut hún í vinning bókina Bréf til Jóns Sigurðssonar forseta 1855-1875. Vinningshafinn 2009 var einnig Hornfirðingur, hin 10 ára Elín Ása Heiðarsdóttir.

Á meðfylgjandi mynd afhendir Sigurður Örn Hannesson héraðsskjalavörður á Höfn Guðnýju verðlaunin.

Guðný Hafdís Svavarsdóttir og Sigurður Örn Hannesson
fimmtudagur, 6. janúar 2011 - 14:45

Reglur Þjóðskjalasafns Íslands um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala afhendingarskylda aðila voru birtar í Stjórnartíðindum þann 30. desember sl. og tóku þær gildi nú 1. janúar 2011. Leiðbeiningar með reglunum verða birtar á vef Þjóðskjalasafns innan skamms. Hægt er að sjá reglurnar hér.

Reglur

Pages