Þjóðskjalavörður hefur skipað í samráðshóp um varðveislu einkaskjalasafna til næstu þriggja ára. Samráðshópurinn mun vinna að varðveislu einkaskjalasafna á opinberum vettvangi og að koma málum einkaskjalasafna í betri farveg. Í samráðhópnum sitja fulltrúar frá Þjóðskjalasafni Íslands, héraðsskjalasöfnum og Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Verkefni samráðshópsins eru:
Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum eftirlitskönnunar safnsins á skjalageymslum afhendingarskyldra aðila ríkisins sem framkvæmd var í júní síðastliðnum.
Þjóðskjalasöfn Íslands, Færeyja og Grænlands standa saman að þriggja ára verkefni um þróun hugbúnaðar til að veita aðgang að rafrænum gögnum sem söfnin taka við frá afhendingarskyldum aðilum. Öll löndin styðjast við sömu aðferðarfræði við langtímavarðveislu rafrænna gagna og því var ákveðið að efna til þessa samstarfs.
Þann 14. september sl. var skjalasafn Kvennaskólans í Reykjavík formlega afhent Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu. Skjalasafnið er um 17 hillumetrar að umfangi og nær yfir tímabilið 1873-1999. Skólinn sem var stofnaður árið 1874 er með elstu skólum landsins og því um einstakar heimildir að ræða.
Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og Unnur Birna Karlsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi rituðu nýverið undir samning um samstarf um skráningu, og rannsóknir á dómabókum úr Múlasýslu á árabilinu 1752-1900.
Skjalafréttir er fréttabréf Þjóðskjalasafns sem birtir tilkynningar og fréttir sem tengjast opinberri skjalavörslu, upplýsingar um námskeið og fjölbreyttan fróðleik sem tengist skjalavörslu almennt.
Við hvetjum ykkur til að velja umhverfisvænan ferðamáta þegar þið komið til okkar.
Hjólabogar eru við aðalinnganginn og við lestrarsalinn.
Hlemmur er í 5 mínútna göngufjarlægð og strætisvagnar 2, 5, 14, 15 og 17 stansa fyrir framan.
Heimild mánaðarins
Í heimild júnímánaðar fjallar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir um átök milli þeirra Jóns Vídalín biskups og Odds Sigurðssonar lögmanns, en lenti illa saman árið 1713 á heimili Odds. Þar voru stóru orðin ekki spöruð enda rataði málið alla leið til yfirréttarins tveimur árum síðar.