Forsíða

Fréttir

föstudagur, 9. nóvember 2012 - 9:15

Norræni skjaladagurinn er á morgun, laugardaginn 10. nóvember. Þá sameinast skjalasöfnin, Þjóðskjalasafn og 20 héraðsskjalasöfn um land allt, um kynningu á starfsemi safnanna. Af því tilefni hefur verið opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is.

föstudagur, 19. október 2012 - 16:30

Skjalasafn SÍS kom í gærkvöldi frá Húsavík með flutningabíl með tengivagni á 60 vörubrettum. Skjalasafnið er um 600 hillumetrar að umfangi eða rúmlega 8.000 skjalaöskjur og vegur um 20 tonn.

miðvikudagur, 10. október 2012 - 15:45

Árlegur fundur Þjóðskjalasafns Íslands og héraðsskjalasafna landsins var haldinn í Þjóðskjalasafni 8. október síðastliðinn. Tilgangur slíkra funda er m.a. upplýsingagjöf á milli safnanna auk þess að vera samráðsvettvangur þeirra.

miðvikudagur, 19. september 2012 - 11:45

Dagana 4., 6. og 11. september voru haldin námskeið á vegum Þjóðskjalasafns um skjalavörslu afhendingarskyldra aðila sem sérstaklega voru ætluð starfsmönnum ríkisstofnana úti á landi.  Námskeiðin voru haldin í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði, Háskólanum á Akureyri og í starfsstöð Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum.

föstudagur, 24. ágúst 2012 - 17:15

Unnur Birna Karlsdóttir sagnfræðingur lét af störfum hjá Þjóðskjalasafni Íslands í dag. Unnur hóf störf á skjalasviði safnins 1. júní 2004 og hefur starfað þar síðan. Hún tekur við starfi safnstjóra Minjasafns Austurlands á Egilsstöðum um næstu mánaðamót.

laugardagur, 7. júlí 2012 - 14:45

Námskeiðsáætlun Þjóðskjalasafns fyrir komandi vetur 2012-2013 hefur verið birt hér á vefnum. Fjöldi námskeiða er í boði eins og hefur verið árin á undan. Eins og áður verður í boði almennt námskeið í skjalavörsluauk sértækari námskeiða, s.s. um gerð málalykla, gerð skjalavistunaráætlunar, frágang og skráningu pappírsskjalasafna og rafræna skjalavörslu.

Pages