Forsíða

Fréttir

mánudagur, 6. apríl 2020 - 14:30

Samkomubann stjórnvalda hefur nú verið framlengt til og með 3. maí nk. Vegna þessa verða takmarkanir á starfsemi Þjóðskjalasafns framlengdar sem því nemur. Eins og áður hefur verið auglýst verða því takmarkanir á starfsemi Þjóðskjalasafns eftirfarandi:

COVID-19 heimsfaraldur
mánudagur, 23. mars 2020 - 13:00

Í kjölfar samkomubanns stjórnvalda hefur verið ákveðið að takmarka starfsemi Þjóðskjalasafns Íslands og hafa aðgerðirnar áhrif á þjónustu safnsins við almenning og afhendingarskylda aðila. Þjónusta Þjóðskjalasafns verður frá og með þriðjudeginum 24. mars til og með 12. apríl 2020 með eftirfarandi hætti:

COVID-19 heimsfaraldur
fimmtudagur, 19. mars 2020 - 10:30

Það er að mörgu að hyggja á þessum tímum heimsfaraldurs COVID-19 og eitt af því er skjalavarsla og skjalastjórn þegar starfsfólk afhendingarskyldra aðila vinnur heima hjá sér. Hér á eftir fylgja stuttar leiðbeiningar um hverju ætti að huga að við skjalavörslu og skjalastjórn við heimavinnu.

COVID-19 heimsfaraldur
laugardagur, 14. mars 2020 - 13:00

Frá og með mánudeginum 16. mars verður takmörkun á fjölda gesta á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands vegna aðgerða tengdum COVID-19 veirufaraldrinum. Takmörkun á fjölda gesta er sett á til að tryggja nálægðartakmörkun skv. 4. gr. auglýsingar um takmörkun á samkomum vegna farsóttar dags. 13. mars 2020.

Leiðbeiningar til gesta:

Af lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands
fimmtudagur, 12. mars 2020 - 7:30

Þjóðskjalasafn hefur hlotið GULLvottun í hjólavottun vinnustaða. Vottunin er tæki til að innleiða markvisst betri hjólreiðamenningu og er liður í innleiðingu á Grænum skrefum í ríkisrekstri. Er þetta liður í að bæta aðbúnað fyrir bæði gesti og starfsmenn sem leiðir til þess að fleiri velji umhverfisvæna ferðamáta.

Þjóðskjalasafn Íslands hlýtur gullvottun í hjólavottun vinnustaða.
þriðjudagur, 10. mars 2020 - 8:30

Nýtt diplómanám í hagnýtri skjalfræði mun hefja göngu sína við Háskóla Íslands næsta haust. Námsleiðin, sem er í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands, verður kennd á framhaldsstigi í sagnfræði- og heimspekideild, en hingað til hefur hún eingöngu verið kennd sem aukagrein á grunnstigi. Námið verður opið öllum sem lokið hafa BA, BS eða B.Ed.

Nám í skjalfræði

Pages