Forsíða

Fréttir

miðvikudagur, 29. apríl 2015 - 12:30

Landsnefnd Íslands um minni heimsins auglýsir eftir fyrstu tilnefningum til skráningar á Landsskrá Íslands.

Minni heimsins
þriðjudagur, 21. apríl 2015 - 9:45

Fimmtudaginn 16. apríl sl. opnaði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vefinn Einkaskjalasafn.is - samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi við athöfn í Þjóðskjalasafni Íslands.

Einkaskjalasafn.is
miðvikudagur, 25. mars 2015 - 13:45

Fyrsta tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2015 er komið út og efnisríkt að vanda. Á þessu ári færist ritstjórn tímaritsins frá Danmörku yfir Eyrarsundið til Svíþjóðar.

Maria Larsson Östergren, nýr aðalritstjóri Nordisk Arkivnyt
miðvikudagur, 25. mars 2015 - 10:30

Einkaskjalasafn Einars Ástráðssonar (1902-1967) fyrrverandi héraðslæknis á Eskifirði var afhent Þjóðskjalasafni Íslands fyrr í þessum mánuði. Karen Tómasdóttir, tengdadóttir Einars, afhenti safnið. Í því kennir ýmissa grasa og þar á meðal er rauð mappa sem inniheldur gögn sem líklega fylla í eyður glataðra gagna. Ljóst er að verulegur fengur er að þessum skjölum.

Fólkstal í Hólmasókn í Reyðarfirði 1. október 1870
föstudagur, 20. mars 2015 - 7:45

Í gær var þjóðarátaki í söfnun skjala kvenna hleypt af stokkunum í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Átakið er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Þjóðskjalasafns Íslands, Borgarskjalasafns og héraðsskjalasafna og hugsað sem hvatning til landsmanna til að afhenda þau á skjalasöfn.

Úr skjalasafni Ingibjargar H. Bjarnason
þriðjudagur, 17. mars 2015 - 15:15

Ný útgáfa af manntalsvef Þjóðskjalasafns hefur litið dagsins ljós. Útlit vefjarins hefur verið bætt verulega og einnig leit og almenn virkni.

Nýr manntalsvefur

Pages