Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 18. febrúar 2016 - 7:15

Héraðsskjalasafn Austfirðinga og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir námskeiði um skjalastjórn og skjalavörslu föstudaginn 1. apríl 2016. Námskeiðið verður haldið á Hótel Héraði á Egilsstöðum og hefst kl 9:00 en lýkur kl 15:30.

Fjallað verður um eftirfarandi efni:

Héraðsskjalasafn Austfirðinga á Egilsstöðum
þriðjudagur, 2. febrúar 2016 - 15:45

Hin árlega Safnanótt, sem er hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík, verður haldin föstudaginn 5. febrúar 2016. Að venju tekur Þjóðskjalasafn Íslands þátt í Safnanótt og verður með opið hús í húsakynnum safnsins, Laugavegi 162, frá kl 19:00 - 24:00. Þema kvöldsins tengist flökkurum, förufólki eða flóttamönnum.

Safnanótt 2016. Flakkarar, förufólk eða flóttamenn?
þriðjudagur, 5. janúar 2016 - 15:45

Fjórða tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2015 kom út rétt fyrir jólin. Tímaritið er 52 blaðsíður og inniheldur athyglisverðar greinar um margvísleg efni á vettvangi skjalasafna og skjalavörslu frá skjalasöfnum á öllum Norðurlöndunum.

Nordisk Arkivnyt 2015-4
föstudagur, 18. desember 2015 - 13:30

Árið 2012 stóð Þjóðskjalasafn Íslands fyrir eftirlitskönnun á meðal afhendingarskyldra aðila ríkisins til að kanna stöðu skjalavörslu hjá hinu opinbera. Könnunin var send rafrænt á 207 aðila og af þeim svöruðu 173 stofnanir. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í skýrslu sem kom út árið 2013.

föstudagur, 11. desember 2015 - 8:45

Árið 2012 gerði Þjóðskjalasafn Íslands könnun á skjalavörslu ríkisins og birtust niðurstöðurnar í skýrslu sem gefin var út árið 2013.

Skýrsla um óheimila grisjun ríkisstofnana
föstudagur, 4. desember 2015 - 12:45

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar reglur um skráningu mála og skjala afhendingarskyldra aðila. Tengil á drög að reglunum ásamt greinargerð er að finna hér fyrir neðan.

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages