Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 15. nóvember 2012 - 20:15

Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra, afhenti þann 15. nóvember Þjóðskjalasafni Íslands einkaskjalasafn sitt til varanlegrar varðveislu. Svavar hefur áratugi verið áberandi í íslensku þjóðfélagi. Hann var m.a. blaðamaður og ritstjóri Þjóðviljans 1971-1978, þingmaður 1978-1999, viðskiptaráðherra 1978-1979, félags-, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1980-1983 og menntamálaráðherra 1988-1991.

laugardagur, 10. nóvember 2012 - 15:30

Norræni skjaladagurinn er í dag. Þema dagsins er íþrótta- og æskulýðsstarf. Í tilefni af því og 100 ára afmælis skátahreyfingarinnar helgar Þjóðskjalasafn dagskrá sína skátahreyfingunni og starfsemi hennar. Dagskráin fer fram í skrifstofubyggingu safnsins að Laugavegi 162, 3. hæð.

föstudagur, 9. nóvember 2012 - 9:15

Norræni skjaladagurinn er á morgun, laugardaginn 10. nóvember. Þá sameinast skjalasöfnin, Þjóðskjalasafn og 20 héraðsskjalasöfn um land allt, um kynningu á starfsemi safnanna. Af því tilefni hefur verið opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is.

föstudagur, 19. október 2012 - 16:30

Skjalasafn SÍS kom í gærkvöldi frá Húsavík með flutningabíl með tengivagni á 60 vörubrettum. Skjalasafnið er um 600 hillumetrar að umfangi eða rúmlega 8.000 skjalaöskjur og vegur um 20 tonn.

miðvikudagur, 10. október 2012 - 15:45

Árlegur fundur Þjóðskjalasafns Íslands og héraðsskjalasafna landsins var haldinn í Þjóðskjalasafni 8. október síðastliðinn. Tilgangur slíkra funda er m.a. upplýsingagjöf á milli safnanna auk þess að vera samráðsvettvangur þeirra.

miðvikudagur, 19. september 2012 - 11:45

Dagana 4., 6. og 11. september voru haldin námskeið á vegum Þjóðskjalasafns um skjalavörslu afhendingarskyldra aðila sem sérstaklega voru ætluð starfsmönnum ríkisstofnana úti á landi.  Námskeiðin voru haldin í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði, Háskólanum á Akureyri og í starfsstöð Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum.

Pages