Forsíða

Fréttir

miðvikudagur, 9. október 2013 - 16:30

Á lestrarsal Þjóðskjalasafnsins eru nú til sýnis dæmi um prófverkefni frá Lærða skólanum 1847-1852. Þar er tilvalið að líta inn og sjá verkefni sem lögð voru fyrir nemendur um miðja nítjándu öld. Lærði skólinn hefur gengið undir ýmsum nöfnum og ekki verið við einn stað kenndur í gegnum tíðina, en heitir núna Menntaskólinn í Reykjavík.

Hér er dæmi um verkefni frá þessum tíma.

Frá sýningunni á lestrarsal Þjóðskjalasafns
föstudagur, 30. ágúst 2013 - 10:15

Dagskrá námskeiða Þjóðskjalasafns Íslands í skjalavörslu fyrir veturinn 2013-2014 hefur verið birt á vef safnsins. Að þessu sinni verða alls 14 námskeið í boði, sjö á haustmisseri og sjö á vormisseri. Hvert námskeið verður annars vegar kennt fyrir áramót og hins vegar eftir áramót og því geta þátttakendur valið þann tíma sem hentar þeim best.

Námskeið
fimmtudagur, 22. ágúst 2013 - 15:30

Björk Ingimundardóttir sagnfræðingur fagnaði í gær 70 ára afmæli sínu, en afmælisdagurinn var í raun 15. ágúst. Ættingjar, vinir og samstarfsmenn Bjarkar fögnuðu þessum áfanga með afmælisbarninu í Þjóðskjalasafninu í gær.

Björk Ingimundardóttir með gjöf frá samstarfsmönnum
mánudagur, 19. ágúst 2013 - 17:45

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Þjóðskjalasafn Íslands ásamt föruneyti sl. föstudag. Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður tók á móti ráðherra ásamt starfsmönnum safnsins, kynnti honum starfsemi þess, helstu verkefni og húsakost.

Mennta- og menningarmálaráðherra og þjóðskjalavörður ræðast í í skjalageymslu Þjóðskjalasafns
miðvikudagur, 14. ágúst 2013 - 8:15

Frestur til að senda inn umsagnir um drög að nýjum reglum um afhendingu á vörsluútgáfum gagna úr rafrænum gagnakerfum, sem auglýstur var 9. júlí sl., hefur verið framlengdur til 15. september nk.

Drög að reglunum og upplýsingar um þær má finna hér.

Stafræn gögn
þriðjudagur, 9. júlí 2013 - 15:30

Árið 2009 setti Þjóðskjalasafn Íslands reglur um rafræn opinber gögn og skil á þeim. Þær voru svo birtar í Stjórnartíðindum árið 2010. Reglurnar byggjast á aðferðafræði danska ríkisskjalasafnsins við langtímavörslu rafrænna gagna afhendingarskyldra aðila.

Stafræn gögn

Pages