Forsíða

Fréttir

miðvikudagur, 20. október 2021 - 14:30

Bók Kristjönu Kristinsdóttur fagstjóra hjá Þjóðskjalasafni, Lénið Ísland: Valdsmenn á Bessastöðum og skjalasafn þeirra á 16. og 17. öld, er komin út. Útgáfuhóf var á Bessastöðum þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson veitti bókinni viðtöku. Hægt er að kaupa bókina hjá Sögufélagi og í bókabúðum.

Lénið Ísland
fimmtudagur, 7. október 2021 - 10:45

Vegna starfsdags verður afgreiðsla safnsins og lestrarsalur lokaður föstudaginn 8. október.

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns
þriðjudagur, 5. október 2021 - 7:00

Þjóðskjalavörður hefur skipað í samráðshóp um varðveislu einkaskjalasafna til næstu þriggja ára. Samráðshópurinn mun vinna að varðveislu einkaskjalasafna á opinberum vettvangi og að koma málum einkaskjalasafna í betri farveg. Í samráðhópnum sitja fulltrúar frá Þjóðskjalasafni Íslands, héraðsskjalasöfnum og Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Verkefni samráðshópsins eru:

Bréf úr einkaskjalasafni
föstudagur, 1. október 2021 - 8:00

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum eftirlitskönnunar safnsins á skjalageymslum afhendingarskyldra aðila ríkisins sem framkvæmd var í júní síðastliðnum.

Skjalageymslur afhendingarskyldra aðila ríkisins. Niðurstöður eftirlitskönnunar Þjóðskjalasafns Íslands 2021
fimmtudagur, 23. september 2021 - 11:15

Þjóðskjalasöfn Íslands, Færeyja og Grænlands standa saman að þriggja ára verkefni um þróun hugbúnaðar til að veita aðgang að rafrænum gögnum sem söfnin taka við frá afhendingarskyldum aðilum. Öll löndin styðjast við sömu aðferðarfræði við langtímavarðveislu rafrænna gagna og því var ákveðið að efna til þessa samstarfs.

mánudagur, 20. september 2021 - 9:30

Þann 14. september sl. var skjalasafn Kvennaskólans í Reykjavík formlega afhent Þjóðskjalasafni Íslands til varðveislu. Skjalasafnið er um 17 hillumetrar að umfangi og nær yfir tímabilið 1873-1999. Skólinn sem var stofnaður árið 1874 er með elstu skólum landsins og því um einstakar heimildir að ræða.

Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, Laufey Ásgrímsdóttir, skjalastjóri og Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður, glugga í einkunnabók frá árinu 1878-1882 sem hefur að geyma heimildir um námsmeyjar skólans fyrstu árin og nám þeirra. Einkunnabækurnar eru einn stærsti hluti safnsins, en í þeim má finna nöfn nemenda og einkunnir þeirra í ýmsum námsgreinum sem kenndar voru, s.s. hekl, prjón, baldring, reikning og íslensku, ásamt lesskrám og listum yfir námsefni.

Pages