Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 28. júní 2022 - 10:30

Vegna sumarleyfa verður styttri afgreiðslutími á lestrarsal og afgreiðslu frá 1. júlí til og með 12. ágúst nk. Afgreiðslutími verður sem hér segir:

 

Lestrarsalur
miðvikudagur, 22. júní 2022 - 11:00

Innviðaráðherra úthlutaði í byrjun maímánaðar 35 milljónum króna til fjögurra verkefna vegna fjarvinnslustöðva á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Markmiðið með framlögum er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.

Sóknarmanntal Vallaness prestakall 1936-1952
miðvikudagur, 11. maí 2022 - 9:00

Árleg vorráðstefna Þjóðskjalasafns fer fram þann 31. maí næstkomandi á Icelandair hótel Reykjavík Natura. Yfirskrift ráðstefnunnar er Hagur stjórnsýslunnar og réttindi borgaranna sem er bein vísun í 1. gr. laga um opinber skjalasöfn. Flutt verða fjögur erindi um skráningu mála, afhendingarskyldu einkaaðila, aðgang að gögnum og eftirlit Þjóðskjalasafns.

Mynd frá fyrri vorráðstefnu Þjóðskjalasafns
föstudagur, 29. apríl 2022 - 15:15

Þjóðskjalasafn Íslands og Biskupsstofa, fyrir hönd þjóðkirkjunnar, hafa undanfarið átt í samstarfi um skjalamál prestakalla. Markmiðið er að til verði sértækar og handhægar leiðbeiningar um skjalavörslu og skjalastjórn prestakalla og að fræðsla um skjalahald fyrir presta verði eflt.

Njörður Sigurðsson, aðstoðarþjóðskjalavörður, segir frá starfsemi Þjóðskjalasafns og lagaumhverfi skjalavörslu og skjalastjórnar afhendingarskyldra aðila á Íslandi.
þriðjudagur, 19. apríl 2022 - 13:15

Ný stefna fyrir Þjóðskjalasafn Íslands til næstu fimm ára var kynnt á 140 ár afmælishátíð safnsins þann 4. apríl sl. Stefnan, sem nær yfir árin 2022-2027, markar ákveðin tímamót í starfseminni með áherslu á stafræna umbreytingu. Upplýsingatæknisamfélag 21. aldar kallar á nýjar áherslur og nýjar lausnir í langtímavörslu skjala- og gagnasafna og miðlun upplýsinga til notenda.

Stefna Þjóðskjalasafns Íslands 2022-2027
mánudagur, 4. apríl 2022 - 12:00

Í tengslum við 140 ára afmæli Þjóðskjalasafns Íslands þann 3. apríl sl. voru stofnuð Hollvinasamtök safnsins.

Tilgangur Hollvinasamtakanna er að treysta tengsl almennings við safnið og auka skilning á mikilvægi varðveislu heimilda um stjórnskipan, stjórnsýslu, borgaraleg réttindi og sögu íslensku þjóðarinnar.

Hjörleifur Guttormsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir við stofnun Hollvinasamtaka Þjóðskjalasafns Íslands.

Pages