Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 17. september 2019 - 14:30

Mánudaginn 30. september n.k verður Rannsóknadagur Þjóðskjalasafns Íslands. Þá verða m..a. kynntar ýmsar rannsóknir sem unnið er að á safninu. Stórvirki Bjarkar Ingimundardóttur sagnfræðings: Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi, sem kemur út þennan sama dag, verður kynnt.

Rannsóknir
fimmtudagur, 13. júní 2019 - 10:00

Annað tölublað Nordisk Arkivnyt 2019 er komið út. Blaðið er gefið út í vefútgáfu á sameiginlegum vef norrænu ríkisskjalasafnanna, Nordisk Arkivportal.

Forsíða Nordisk Arkivnyt (2. tbl. 2019).
miðvikudagur, 8. maí 2019 - 14:00

Í fjárlögum ársins 2019 kemur fram að fjárveiting til héraðsskjalasafna er 31,5 m.kr. Þar af er rekstrarframlag 15.200.000 kr. og verkefnastyrkur 16.300.000 kr. Frá áramótum 2016 var Þjóðskjalasafni Íslands með fjárlögum falið nýtt úthlutunarverkefni, að úthluta til héraðsskjalasafna verkefnastyrkjum til skönnunar og miðlunar valinna skjalaflokka.

Stafræn miðlun
þriðjudagur, 30. apríl 2019 - 10:30

Margir hafa skráð sig til þátttöku í vorráðstefnu Þjóðskjalasafns Íslands sem haldin verður 14. maí nk. Vegna þessa hefur verið ákveðið að færa ráðstefnuna úr fyrirlestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands og í ráðstefnusal Icelandair hótel Reykjavík Natura, Nauthólsveg 52 í Reykjavík.

Frá kynningarfundi í Þjóðskjalasafni Íslands
fimmtudagur, 11. apríl 2019 - 12:15

Þann 14. maí nk. stendur Þjóðskjalasafn Íslands fyrir ráðstefnu um persónuvernd og varðveislu. Á ráðstefnunni verða flutt fjögur erindi auk þess sem pallborð verður í lok hennar.

Frá kynningarfundi í Þjóðskjalasafni Íslands
fimmtudagur, 28. mars 2019 - 9:45

Frá og með 1. apríl 2019 verður breyting á opnunartíma afgreiðslu Þjóðskjalasafns. Opið verður frá klukkan 09:00 - 15:00 alla virka daga. Símatími skrifstofunnar verður sá sami og opnunartími hennar. Opnunartími lestrarsalar er óbreyttur. Þar er opið frá kl 10:00 – 17:00 mánudaga til fimmtudags og 10:00 – 16:00 á föstudögum.

 

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages