Einkaaðilar

Þjóðskjalasafn Íslands leitar eftir að fá til varðveislu skjöl frá öllum sviðum þjóðlífsins, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum.

Einkaaðilar geta komið með skjöl sín til Þjóðskjalasafns að Laugavegi 162 og afhent þau til varanlegrar varðveislu. Í samráði við afhendingaraðila eru skjölin skráð og flokkuð til að tryggja varðveislu og aðgengi að skjölunum í langan tíma. Jafnframt veita skjalaverðir safnsins leiðbeiningar og ráðgjöf við flokkun og skráningu fyrir þá sem vilja sjálfir flokka og skrá skjalasöfn sín.

Innihaldi skjölin viðkvæmar upplýsingar getur afhendingaraðili gert samning um aðgangstakmarkanir að einkaskjalasafninu, t.d. að skjölin verði ekki aðgengileg fyrr en að ákveðnum tíma liðnum eða að leita þurfi eftir heimild afhendingaraðila til að skoða skjölin.

Hægt er að hafa samband við starfsmenn Þjóðskjalasafns í síma 590 3300 eða senda fyrirspurn á tölvupóstfangið skjalavarsla@skjalasafn.is.

Sjá nánar um einkaskjalasöfn hér.