Dagskrá Safnanætur 2016 í Þjóðskjalasafni Íslands

Flakkari, förumaður, flóttamaður
19:00-24:00 Skjalasýning
Sýnishorn skjala sem varðveitt eru í Þjóðskjalasafni og tengjast viðfangsefni kvöldsins; flökkurum, förufólki og flóttamönnum auk skjala og heimilda til ættfræðirannsókna..
19:00-24:00 Hverra manna ert þú?
Kynning á starfsemi ættfræðifélagsins. Fulltrúar félagsins verða á lestrarsalnum og kynna starfsemi félagsins, sýna ættrakningar og ættargripi og kynna ættfræðiforritið Espólín. – Lestrarsalur.
19:00-24:00 Er flakkari í fjölskyldunni?
Ættfræðigrúsk og fjölskyldusaga. Sérfræðingar safnsins og ættfræðifélagsins leiðbeina við heimildaleit. –Lestrarsalur.
19:00-19:30 Vasaljósaferð í geymslurnar
Skjalageymslur Þjóðskjalasafns eru stórar og dimmar og þar eru mörg leyndarmál. Taktu með þér vasaljós og komdu með í leiðangur. Athugið að 20 manns komast í hverja ferð, skráning á staðnum og á vef safnsins. – Mæting á lestrarsal.
20:00-20:30 Vasaljósaferð í geymslurnar
Skjalageymslur Þjóðskjalasafns eru stórar og dimmar og þar eru mörg leyndarmál. Taktu með þér vasaljós og komdu með í leiðangur. Athugið að 20 manns komast í hverja ferð, skráning á staðnum og á vef safnsins. – Mæting á lestrarsal.
20:30-20:50 „Utangarðsfólk leitað uppi í heimildum á Þjóðskjalasafni“
Halldóra Kristinsdóttir og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir fjalla um utangarðsfólk og förufólk á Vesturlandi og Vestfjörðum. – Gengið inn um aðalinngang í portinu.
21:00-21:20 „Allsstaðar er flóttamaðurinn einmanna“
Harpa Björnsdóttir myndlistamaður fjallar um leit sína að heimildum um Sölva Helgason.
 – Gengið inn um aðalinngang í portinu.
21:30-21:50 Alltaf þynnist út í kyn...
Guðfinna S. Ragnarsdóttir menntaskólakennari og ritstjóri fréttabréfs Ættfræðifélagsins flytur erindi um hvernig þeim mikla fjölda Íslendinga vegnaði sem hélt vestur um haf á seinni hluta 19. aldar. Þeir flýðu illt árferði, sult og seyru og algert vonleysi. – Gengið inn um aðalinngang í portinu.
22:30-23:00 Vasaljósaferð í geymslurnar
Skjalageymslur Þjóðskjalasafns eru stórar og dimmar og þar eru mörg leyndarmál. Taktu með þér vasaljós og komdu með í leiðangur. Athugið að 20 manns komast í hverja ferð, skráning á staðnum og á vef safnsins. – Mæting á lestrarsal.