COVID-19

COVID-19

Um þessar mundir geisar faraldur af völdum nýrrar tegundar veiru sem ekki hefur áður greinst í mönnum. Veiran var fyrst nefnd 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við SARS veiruna hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2 og sjúkdómurinn kallast nú COVID-19. Veiran smitast hratt á milli manna og getur valdið alvarlegum veikindum hjá ákveðnum hópum, einkum eldra fólki og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma. Þegar hafa tugir Íslendinga smitast og hundruðir eru í sóttkví.

Hinn 6. mars 2020 lýsti ríkislögreglustjóri yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum kórónaveirunnar, COVID-19.

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út „Viðbragðsáætlun við heimsútbreiðslu covid-19 veiru og inflúensu“ þar sem farið er yfir viðbrögð vegna þessa skæða faraldurs.

Lesa Viðbragðsáætlun við heimsútbreiðslu covid-19 veiru og inflúensu.

Upplýsingar um COVID-19