Rafræn skjalavarsla: Skipulag og varðveisla rafrænna gagna

þriðjudagur, 20. janúar 2015 - 9:00
Heiti námskeiðs Rafræn skjalavarsla: Skipulag og varðveisla rafrænna gagna.
Leiðbeinendur S. Andrea Ásgeirsdóttir, Njörður Sigurðsson
Dagsetning 20. janúar 2015
Tími 09:00-11:30
Staðsetning Þjóðarbókhlaðan, Arngrímsgötu 3 í Reykjavík. Fyrirlestrarsalur á 2. hæð. Athugið ný staðsetning!
Fjöldi 30
Námskeiðsgjald 7.300 kr
Fyrir hverja Skjalastjóra, umsjónarmenn skjalasafna og aðra starfsmenn skjalavörslu, umsjónarmenn tölvukerfa hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélaga sem eru ekki aðilar að héraðsskjalasafni (Árneshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Kaldrananeshreppur, Kjósarhreppur, Reykhólahreppur, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Seltjarnarneskaupstaður, Snæfellsbær, Strandabyggð, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Álftanes, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Vogar, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð).
Námskeiðslýsing Á námskeiðinu verður farið yfir hvað felst í rafrænni skjalavörslu, þær skjalavörsluaðferðir sem þurfa að vera til staðar, hvernig má fá yfirlit yfir rafræn gagnakerfi í stofnunum og hvernig má nýta slíkt við gerð skjalavistunaráætlunar.
Lesefni Lesefni er reglur og leiðbeiningar Þjóðskjalasafns Íslands sem er aðgengilegt á vef safnsins:

Glærur fyrir námskeiðið verða sendar með tölvupósti til þátttakenda skömmu áður en námskeið hefst.

Skráning