Pappírslaus skjalavarsla. Tilkynning og samþykkt rafrænna gagnakerfa

þriðjudagur, 11. nóvember 2014 - 9:00
Heiti námskeiðs Pappírslaus skjalavarsla. Tilkynning og samþykkt rafrænna gagnakerfa.
Leiðbeinandi S. Andrea Ásgeirsdóttir
Dagsetning 11. nóvember 2014
Tími 09:00-11:30
Staðsetning Þjóðarbókhlaðan, Arngrímsgötu 3 í Reykjavík. Fyrirlestrarsalur á 2. hæð. Athugið ný staðsetning!
Fjöldi 30
Námskeiðsgjald 7.300 kr
Fyrir hverja Skjalastjóra, umsjónarmenn skjalasafna og aðra starfsmenn skjalavörslu, umsjónarmenn tölvukerfa hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélaga sem eru ekki aðilar að héraðsskjalasafni (Árneshreppur, Eyja- og Miklaholtshreppur, Garðabær, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Helgafellssveit, Kaldrananeshreppur, Kjósarhreppur, Reykhólahreppur, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Seltjarnarneskaupstaður, Snæfellsbær, Strandabyggð, Stykkishólmsbær, Sveitarfélagið Álftanes, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Vogar, Tálknafjarðarhreppur, Vesturbyggð).
Námskeiðslýsing Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig skuli tilkynna rafræn gagnakerfi til Þjóðskjalasafns Íslands fyrir þá aðila sem ætla að varðveita gögn sín á rafrænu formi. Farið verður yfir ferlið við tilkynningu á rafrænu kerfi, eyðublöð sem skal og nota og þau fylgiskjöl sem þurfa að fylgja tilkynningunum.
Lesefni Lesefni er reglur og leiðbeiningar Þjóðskjalasafns Íslands sem er aðgengilegt á vef safnsins:

Glærur fyrir námskeiðið verða sendar með tölvupósti til þátttakenda skömmu áður en námskeið hefst.

Skráning Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið.