Námskeið

Þjóðskjalasafn Íslands stendur fyrir reglulegum námskeiðum um skjalavörslu hjá opinberum aðilum, annars vegar fyrir stofnanir og embætti ríkisins og hins vegar fyrir sveitarfélög og stofnanir þeirra sem ekki eru aðilar að héraðsskjalasafni.

Á námskeiðunum er farið yfir reglur og leiðbeiningar Þjóðskjalasafns og fjallað með raunhæfum dæmum um skjalavörslu opinberra aðila. Námskeiðin kenna skjalaverðir Þjóðskjalasafns Íslands.

Námskeið 2016-2017

Til að koma við móts við þarfir þeirra sem hafa áhuga á að nýta sér námskeiðin en eiga óhægt með það, m.a. vegna fjarlægðar, er boðið upp á Skype fjarfundaþjónustu. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér þjónustuna skulu merkja við reitinn „Fjarnám“ á skráningarforminu. Sé það gert, mun Þjóðskjalasafn senda viðkomandi leiðbeiningar um notkun í tölvupósti. Ekki þarf sérstakan búnað til að geta tekið þátt í fjarnámi af þessu tagi.

Upplýsingar um námskeið sem kennd eru veturinn 2016-2017 eru hér fyrir neðan. Smellið á smámyndina fyrir framan heiti hvers námskeiðs til að fá nánari upplýsingar um námskeiðið, skráningu og námskeiðsgjald.

Haustmisseri 2016

 • Námskeið

  4. október 2016.
  Er röð og regla á málasafninu? Skráning mála og gerð málalykla.

 • Námskeið

  18. október 2016.
  Átak í skjalavörslu, skjalavistunaráætlun og grisjun.

 • Námskeið

  1. nóvember 2016.
  Rafræn skjalavarsla: Skipulag og varðveisla rafrænna gagna.

Vormisseri 2017

 • Námskeið

  7. febrúar 2017.
  Frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna.

 • Námskeið

  7. mars 2017.
  Afhending rafrænna gagna: Gerð vörsluútgáfna.

 • Námskeið

  4. apríl 2017.
  Pappírslaus skjalavarsla. Tilkynning og samþykkt rafrænna gagnakerfa.

Skráning á námskeið

 • Skráning á námskeið

  Skráning á námskeið fer fram á vefnum. Smelltu hér til vinstri til að skrá þig á námskeið.