Forsíða

Fréttir

mánudagur, 12. október 2015 - 14:45

Undanfarnar tvær vikur hefur Nígeríumaðurinn Elvis Efe Oboto verið í starfskynningu í Þjóðskjalasafni Íslands, eða frá 30. september sl. Hann kom hingað til lands í tengslum við ráðstefnu Alþjóða skjalaráðsins sem haldin var á Hótel Nordica 28.-29. september. Hann er einn af sex nýútskrifuðum skjalfræðingum sem ICA bauð að koma sem styrkþegar á ráðstefnuna.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður afhendir Elvis Efe Oboto gjöf í tilefni af heimsókn hans
mánudagur, 12. október 2015 - 14:15

Félagar í SFR hafa samþykkt og boðað verkfallsaðgerðir, sem fela í sér vinnustöðvanir eins og hér er lýst, enda hafi samningar ekki náðst fyrir 15. október.

Þjóðskjalasafn Íslands
mánudagur, 28. september 2015 - 16:00

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setti þriðju árlegu ráðstefnu Alþjóða skjalaráðsins (ICA) á Hilton Reykjavik Nordica Hotel í morgun. Einkunnarorð ráðstefnunnar eru: Sönnunargögn, öryggi og réttindi borgaranna. Að tryggja áreiðanlegar upplýsingar.

3rd ICA Annual Conference in Reykjavik 2015
mánudagur, 17. ágúst 2015 - 8:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur veitt Sandgerðisbæ heimild til að hefja rafræna skjalavörslu og skila gögnum á rafrænu formi til safnsins til langtímavarðveislu. Sandgerðisbær er fyrsta sveitarfélagið hérlendis sem fær slíka heimild. Um er að ræða heimild til að afhenda gögn á rafrænu formi úr skjalavörslukerfi bæjarins.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður afhendir Sigrúnu Árnadóttur heimildina

Pages