Heimsóknir

Þjóðskjalasafn Íslands tekur á móti hópum þar sem starfsemi safnsins og safnkostur er kynntur. Heimsóknir hópa, s.s. tímalengd og efni, er ákveðið í samráði við forsvarsmenn hópanna hverju sinni. Þegar tekið er á móti skólahópum er heimsóknin venjulega tvískipt, fyrst er stuttur fyrirlestur um hlutverk og starfsemi Þjóðskjalasafns Íslands og svo er hópum boðið á sýningu með úrvali af skjölum safnsins. Æskilegt er að ósk um heimsókn berist með góðum fyrirvara.

Þeir sem óska eftir kynningu á Þjóðskjalasafni Íslands eða vilja fræðast nánar um heimsóknir er bent á að hafa samband í síma 590-3300 eða á netfangið upplysingar@skjalasafn.is.