Þuríður svarar fyrir sig sjálf

Ágúst 2012

Þuríður svarar fyrir sig sjálf

Dóma og þingbók Strandasýslu 1787-1821. GA/1

Þegar sýslumaður Strandasýslu hafði sett héraðsþing að Bæ við Hrútafjörð, 16. nóvember 1790, bárust honum þau boð að Þuríður Högnadóttir, 27 ára gömul ættuð úr Dalasýslu en til heimilis á Borðeyri við Hrútafjörð, hefði afþakkað framboðinn talsmann og ætlaði að svara fyrir sínar sakir sjálf, en sök Þuríðar var sú að hún hafði þetta sama ár eignast þriðja barn sitt með giftum manni.

Á þessum tíma voru barneignir utan hjónabands saknæmt athæfi en oftast lauk þeim málum með sekt þegar um fyrsta eða annað brot var að ræða og sakborningar báðir ógiftir. Þetta mál var hins vegar mjög alvarlegt þar sem Jón Guðnason, barnsfaðir Þuríðar, var giftur og þau höfðu þetta sama ár eignast annað barn sitt saman en það barn, Jón litli Jónsson, var þriðja barn Þuríðar með giftum manni og samkvæmt gildandi lögum varðaði það brot hennar tugthúsvist.

Þórunn Guðmundsdóttir ritaði kynningartexta.

Heimildir:

  • Dóma og þingbók Strandasýslu 1787-1821. GA/1.
  • Sóknarmannatal Kvennabrekkusóknar Dal. 1760-1784.

 

Smelltu á smámyndina hér til hægri til að skoða stærri útgáfu hennar.

 

Úr Dóma og þingbók Strandasýslu 1787-1821