Spegill samfélagsins 1770

miðvikudagur, 14. júní 2017 - 10:15
  • Kort Þorkels Fjeldsted af Reykjanesi í Barðastrandarsýslu
    Kort Þorkels Fjeldsted af Reykjanesi í Barðastrandarsýslu

Í tilefni af 135 ára afmælis Þjóðskjalasafns Íslands hefur safnið sett upp sýningu á úrvali skjala Landsnefndarinnar fyrri 1770 í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Danski konungurinn sendi þriggja manna rannsóknarnefnd til Íslands árið 1770 til að kanna samfélagið og auðlindir þess. Skjalasafn nefndarinnar, sem nefnd hefur verið Landsnefndin fyrri, er mikið að vöxtum, um 4200 handritaðar síður.

Skjalasafn Landsnefndarinnar fyrri hefur sérstöðu þar sem stór og fjölbreyttur hópur manna sendi nefndinni álit sitt á landsmálum. Til eru bréf sem greina frá aðbúnaði vinnufólks, hjáleigumanna, bænda, hreppstjóra, sýslumanna, presta og biskupa, auk háembættismanna landsins. Vinnugögn nefndarinnar sjálfrar eru ekki síður áhugaverð, þar sem hún lagði mat á íslenskt samfélag og hvað þyrfti að gera til úrbóta.

Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 15. júní nk. klukkan 17:00 og verður hluti af sýningu Safnahússins, sem ber nafnið Sjónarhorn.