Sigurður Guðmundsson afhendir Þjóðskjalasafni filmur ljósmyndaverka

föstudagur, 22. ágúst 2014 - 14:45
  • Eiríkur G. Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson
    Eiríkur G. Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson, myndlistamaður og rithöfundur, afhenti nýverið Þjóðskjalasafni Íslands filmur ljósmyndaverka sinna til varanlegrar varðveislu. Ljósmyndaverkin vann Sigurður á árunum 1970 til 1982 og bera þau samheitið Situations. Verkin eru vel kunn og mikilvæg verk í íslenskri listasögu og hafa verið sýnd um allan heim auk þess sem mörg þeirra eru í eigu listasafna bæði í Evrópu og Norður-Ameríku.

Afhendingin fór fram 20. ágúst síðastliðinn og jafnframt var undirritaður samningur um aðgangstakmarkanir. Eiríkur G. Guðmundsson, þjóðskjalavörður, tók við safninu fyrir hönd Þjóðskjalasafns Íslands.

 

Ítarefni