Nordisk Arkivnyt 3. tbl. 2014 er komið út

mánudagur, 27. október 2014 - 10:30
  • Höfnin í Christiansted á St. Croix 1815
    Höfnin í Christiansted á St. Croix 1815

Þriðja tölublað Nordisk Arkivnyt fyrir þetta ár er nýlega komið út. Tímaritið er tæpar fimmtíu blaðsíður og inniheldur efni frá öllum Norðurlöndunum. Þeir sem eru að lesa nýútkomna bók Gísla Pálssonar um Hans Jónatan, eða hafa hug á að lesa hana, gætu haft gagn og gaman af að lesa grein um aðgengi að dansk-vesturindískum skjalasöfnum eftir danska skjalavörðinn Erik Gøbel. Aðdáendum danska myndaflokksins 1864 finnst áreiðanlega fróðlegt að lesa um heimildapakka sem danska ríkisskjalasafnið hefur birt á vef sínum og tengjast þeim atburðum sem myndaflokkurinn fjallar um. Margt fleira fróðlegt má finna í blaðinu.

Á íslenskum nótum gerir Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður grein fyrir nýjum lögum um opinber skjalasöfn og þær Jóna Símonía Bjarnadóttir héraðsskjalavörður og Guðfinna Hreiðarsdóttir skjalavörður segja frá Héraðsskjalasafninu á Ísafirði.

Hér má lesa meira um Nordisk Arkivnyt.