Nígeríumaður í starfskynningu í Þjóðskjalasafni Íslands

mánudagur, 12. október 2015 - 14:45
  • Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður afhendir Elvis Efe Oboto gjöf í tilefni af heimsókn hans
    Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður afhendir Elvis Efe Oboto gjöf í tilefni af heimsókn hans
  • Elvis Efe Oboto kynnir skjalavörslu í heimalandi sínu fyrir starfsfólki Þjóðskjalasafns
    Elvis Efe Oboto kynnir skjalavörslu í heimalandi sínu fyrir starfsfólki Þjóðskjalasafns

Undanfarnar tvær vikur hefur Nígeríumaðurinn Elvis Efe Oboto verið í starfskynningu í Þjóðskjalasafni Íslands, eða frá 30. september sl. Hann kom hingað til lands í tengslum við ráðstefnu Alþjóða skjalaráðsins sem haldin var á Hótel Nordica 28.-29. september. Hann er einn af sex nýútskrifuðum skjalfræðingum sem ICA bauð að koma sem styrkþegar á ráðstefnuna. Í framhaldi af henni óskaði Elvis Oboto eftir starfskynningu og Þjóðskjalasafn skipulagði tveggja vikna dvöl hans hér á landi.

Elvis hefur á þessum tíma kynnt sér starfsemi Þjóðskjalasafns og skjalamál í landinu almennt. Hann hefur einnig heimsótt Borgarskjalasafn, Héraðsskjalasafn Kópavogs, Skjalasafn Alþingis og skjalasafn Háskóla Íslands til að kynna sér starfsemi annarra skjalasafna á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur hann kynnt sér kennslu í skjalfræðum sem fer fram í samstarfi Þjóðskjalasafns og Háskóla Íslands.

Elvis er hefur aflað sér menntunar á sviði opinberrar stjórnsýslu og er að auki með meistaragráðu í skjalavörslu. Hann starfar við kennslu og þjálfun skjalavarða í heimalandi sínu, en þar þykir slíkt nám eftirsóknarvert.

Elvis er ánægður með dvöl sína hérna, en henni lýkur á morgun og þá heldur hann til síns heima. Honum fylgja hlýjar kveðjur frá starfsfólki Þjóðskjalasafns Íslands með þökk fyrir samveruna.