Lífleg safnanótt í Þjóðskjalasafni

mánudagur, 11. febrúar 2013 - 10:30
  • Gestir hlýða á fyrirlestur á safnanótt í Þjóðskjalasafni.
    Gestir hlýða á fyrirlestur á safnanótt í Þjóðskjalasafni.

Safnanótt Þjóðskjalasafns síðastliðið föstudagskvöld gekk mjög vel. Benedikt Eyþórsson sagnfræðingur og skjalavörður flutti erindi um Sólborgarmálið og Guðný Hallgrímsdóttir doktorsnemi í sagnfræði flutti erindi um Kokkastúlku og kærustu í kaupstað. Fullt var í salnum á meðan erindin voru flutt. Áhugasamir gestir skoðuðu sýningu á skjölum tengdum erindunum og notuðu tækifærið til eigin ættfræðirannsókna.

Allmargir þáðu boð um kynningu á Þjóðskjalasafni og skjalageymslum þess og voru gestir einstaklega áhugasamir og spurðu margs. Um 50 manns rituðu nöfn sín í gestabók, en ljóst er að ekki kvittuðu allir fyrir komu sína með þeim hætti.