Landsnefndin fyrri 1770–1771 tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis 2016

föstudagur, 3. febrúar 2017 - 13:15
  • Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir og Hrefna Róbertsdóttir voru ánægðar með tilnefninguna
    Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir og Hrefna Róbertsdóttir voru ánægðar með tilnefninguna
  • Frá tilnefningu Viðurkenningar Hagþenkis 2016
    Frá tilnefningu Viðurkenningar Hagþenkis 2016

Í gær, fimmtudaginn 2. febrúar 2017, kl 16:30, voru kynntar tilnefningar Hagþenkis til Viður­kenn­ing­ar Hagþenk­is 2016 í Grófarhúsi við Tryggvagötu í Reykjavík. Tíu rit eru til­nefnd og þeirra á meðal Landsnefndin fyrri 1770–1771. Den islandske Landkommission 1770–1771, I og II í ritstjórn Hrefnu Róbertsdóttur og Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur. Ritröðin er gefin út af Þjóðskjalasafni Íslands í samstarfi við Sögufélag. Í umsögn dómnefndar segir að um sé að ræða einstaklega vandaða útgáfu á frumheimildum um íslenskt samfélag á 18. öld með ítarlegum inngangi og orðskýringum. Vefur um útgáfuverkefnið með margvíslegu efni gefur verkinu aukið gildi.

Til­nefn­ing­arn­ar voru kynnt­ar í sam­starfi við Reykja­vík Bók­mennta­borg UNESCO og Borg­ar­bóka­safnið en Viður­kenn­ing Hagþenk­is 2016 verður veitt í Þjóðar­bók­hlöðunni um næstu mánaðamót.