Fjórða tölublað Nordisk Arkivnyt 2016

föstudagur, 23. desember 2016 - 8:45
  • Nordisk Arkivnyt 2016-4
    Nordisk Arkivnyt 2016-4

Fjórða tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2016 var að koma úr prentun. Að vanda er blaðið stútfullt af vönduðu efni sem áhugafólk um starfsemi skjalasafna og margir aðrir gætu haft áhuga á að kynna sér. Meðal annars svara 12 einstaklingar spurningu um hvaða hæfileikum skjalavörður framtíðar þurfi að vera gæddur. Með þessu tölublaði lýkur sextugasta afmælisári tímaritsins.

Af íslenskum vettvangi skrifar Karen Þ. Sigurkarlsdóttir um forvörslu í Þjóðskjalasafni Íslands í fortíð og nútíð og skyggnist jafnframt til framtíðar. Unnar Rafn Ingvarsson fjallar um hlutverk skjalasafna og bréf Bjarna Thorsteinssonar amtmanns á Arnarstapa frá 1832 til Eiríks Sverrissonar sýslumanns þar sem varað var við pólskum byltingarmönnum sem voru í París á þeim tíma og þóttu ekki aufúsugestir í ríki Danakonungs. Benedikt Jónsson ritar grein um stafræna afritun sem fram fer í Þjóðskjalasafni Íslands í samstarfi við FamilySearch og kynnir hjónin Terry og Lillian Shepherd sem unnið hafa við það verkefni í Þjóðskjalasafni á árinu.