Endurskoðaðar reglur taka gildi

þriðjudagur, 7. júlí 2015 - 9:45
  • Þjóðskjalasafn Íslands
    Þjóðskjalasafn Íslands

Endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda. Reglurnar tóku gildi 1. júlí 2015. Með gildistöku þessara reglna falla úr gildi eldri reglur frá 2010.

Endurskoðun reglna Þjóðskjalasafns Íslands er gerð í kjölfar nýrra laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Breytingar sem gerðar voru frá fyrri reglum snúa einkum að vísun í ný lög en einnig eru greinar sameinaðar og orðalagi breytt til að gera reglurnar skýrari. Reglurnar voru auglýstar til umsagnar 13. febrúar sl. og bárust umsagnir frá fjórum aðilum. Unnið var úr umsögununum af skjalavörðum Þjóðskjalasafns Íslands í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Að þeirri yfirferð lokinni sendi Þjóðskjalasafn tillögur að reglum til ráðherra sem staðfesti þær svo 9. júní 2015.

Unnið er að endurskoðun leiðbeiningarrita um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala og munu þau verða gefin út á vef Þjóðskjalasafns á næstunni. Þá er jafnframt unnið að endurskoðun á öðrum reglum safnsins og verða þær auglýstar til umsagnar á haustmánuðum.

Reglurnar sem nú taka gildi eru: