Forsíða

Fréttir

miðvikudagur, 25. mars 2015 - 10:30

Einkaskjalasafn Einars Ástráðssonar (1902-1967) fyrrverandi héraðslæknis á Eskifirði var afhent Þjóðskjalasafni Íslands fyrr í þessum mánuði. Karen Tómasdóttir, tengdadóttir Einars, afhenti safnið. Í því kennir ýmissa grasa og þar á meðal er rauð mappa sem inniheldur gögn sem líklega fylla í eyður glataðra gagna. Ljóst er að verulegur fengur er að þessum skjölum.

Fólkstal í Hólmasókn í Reyðarfirði 1. október 1870
föstudagur, 20. mars 2015 - 7:45

Í gær var þjóðarátaki í söfnun skjala kvenna hleypt af stokkunum í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Átakið er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Þjóðskjalasafns Íslands, Borgarskjalasafns og héraðsskjalasafna og hugsað sem hvatning til landsmanna til að afhenda þau á skjalasöfn.

Úr skjalasafni Ingibjargar H. Bjarnason
þriðjudagur, 17. mars 2015 - 15:15

Ný útgáfa af manntalsvef Þjóðskjalasafns hefur litið dagsins ljós. Útlit vefjarins hefur verið bætt verulega og einnig leit og almenn virkni.

Nýr manntalsvefur
mánudagur, 23. febrúar 2015 - 10:15

Frestur til að senda umsagnir við endurskoðaðar reglur um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala er hér með framlengdur til og með 9. mars nk. Endurskoðaðar reglur ásamt greinargerðum um endurskoðunina má finna hér.

Þjóðskjalasafn Íslands
föstudagur, 13. febrúar 2015 - 13:30

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar endurskoðaðar reglur um málalykla (nr. 622/2010), skjalavistunaráætlanir (nr. 623/2010) og um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala (nr. 1065/2010) afhendingarskyldra aðila. Reglur um málalykla og skjalavistunaráætlanir tóku gildi 1. ágúst 2010 og reglur um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala tóku gildi 1. janúar 2011.

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 5. febrúar 2015 - 16:30

Samhliða nýrri stefnumótun fyrir Þjóðskjalasafn Íslands var hannað nýtt merki safnsins. Þannig er leitast við að marka upphaf nýrra tíma í starfi safnsins.

Form, gerð og litur merkisins byggir á þremur fyrirmyndum.

Pages