Forsíða

Fréttir

miðvikudagur, 15. júlí 2015 - 12:45

Þjóðskjalasafn Íslands hefur birt áætlun um viðtöku rafrænna gagna. Áætlunin byggir á tilkynningum á rafrænum gagnakerfum afhendingarskyldra aðila sem skjalaverðir safnsins hafa unnið úr til 1. apríl 2015. Viðkomandi gagnakerfi hafa verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns og var ákveðið að varðveita þau.

Þjóðskjalasafn Íslands
þriðjudagur, 7. júlí 2015 - 9:45

Endurskoðaðar reglur Þjóðskjalasafns Íslands um málalykla, skjalavistunaráætlanir og frágang pappírsskjala hafa verið auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda. Reglurnar tóku gildi 1. júlí 2015. Með gildistöku þessara reglna falla úr gildi eldri reglur frá 2010.

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 18. júní 2015 - 10:30

Annað tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2015 er nýkomið út. Í ritinu eru að vanda greinar um starfsemi skjalasafna á Norðurlöndunum og fastir efnisþættir.

Nordisk Arkivnyt 2. tbl 2015
miðvikudagur, 13. maí 2015 - 16:15

Næstkomandi laugardaginn 16. maí 2015 verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af 100 ára kosningarétti kvenna. Við  opnun  sýningarinnar verður haldið málþing um þróun borgara- og þegnréttinda kvenna í 100 ár og stendur dagskráin frá kl. 13:00 – 17:00.

Kosningaréttur kvenna
miðvikudagur, 29. apríl 2015 - 12:30

Landsnefnd Íslands um minni heimsins auglýsir eftir fyrstu tilnefningum til skráningar á Landsskrá Íslands.

Minni heimsins
þriðjudagur, 21. apríl 2015 - 9:45

Fimmtudaginn 16. apríl sl. opnaði Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vefinn Einkaskjalasafn.is - samskrá yfir einkaskjalasöfn á Íslandi við athöfn í Þjóðskjalasafni Íslands.

Einkaskjalasafn.is

Pages