Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 3. desember 2015 - 11:30

Þriðja tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2015 er nýlega komið út. Tímaritið er sextíu blaðsíður, stútfullt af athyglisverðu efni frá skjalasöfnum á öllum Norðurlöndunum.

Þriðja tölublað Nordisk Arkivnyt 2015
miðvikudagur, 18. nóvember 2015 - 14:30

Mikilvægar heimildir frá 18. öld verða gefnar út á vegum Þjóðskjalasafns Íslands í samvinnu við Ríkisskjalasafn Danmerkur og Sögufélag á Íslandi. Útgáfa sex binda verks hefst í ár, og lýkur á árinu 2018.

Styrkur frá Augustinusfonden í Danmörku

Uppdráttur Þorkels Fjeldsteds landsnefndarmanns af Reykhólum í Barðastrandarsýslu
laugardagur, 14. nóvember 2015 - 8:45

Norræni skjaladagurinn er á morgun, laugardaginn 14. nóvember. Þá sameinast skjalasöfnin, Þjóðskjalasafn og 20 héraðsskjalasöfn um land allt, um kynningu á starfsemi safnanna. Af því tilefni hefur verið opnaður sérstakur vefur, www.skjaladagur.is. Þar má sjá margvíslegan fróðleikur frá skjalasöfnunum sem tengist þema dagsins.

Norræni skjaladagurinn 2015
mánudagur, 12. október 2015 - 14:45

Undanfarnar tvær vikur hefur Nígeríumaðurinn Elvis Efe Oboto verið í starfskynningu í Þjóðskjalasafni Íslands, eða frá 30. september sl. Hann kom hingað til lands í tengslum við ráðstefnu Alþjóða skjalaráðsins sem haldin var á Hótel Nordica 28.-29. september. Hann er einn af sex nýútskrifuðum skjalfræðingum sem ICA bauð að koma sem styrkþegar á ráðstefnuna.

Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður afhendir Elvis Efe Oboto gjöf í tilefni af heimsókn hans
mánudagur, 12. október 2015 - 14:15

Félagar í SFR hafa samþykkt og boðað verkfallsaðgerðir, sem fela í sér vinnustöðvanir eins og hér er lýst, enda hafi samningar ekki náðst fyrir 15. október.

Þjóðskjalasafn Íslands
þriðjudagur, 29. september 2015 - 15:45

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setti þriðju árlegu ráðstefnu Alþjóða skjalaráðsins (ICA) á Hilton Reykjavik Nordica Hotel í morgun. Einkunnarorð ráðstefnunnar eru: Sönnunargögn, öryggi og réttindi borgaranna. Að tryggja áreiðanlegar upplýsingar.

3rd ICA Annual Conference in Reykjavik 2015

Pages