Forsíða

Fréttir

föstudagur, 7. október 2016 - 15:30

Þriðja tölublað Nordisk Arkivnyt á árinu 2016 var að koma út. Þar kennir ýmissa grasa að vanda og má nefna grein Grete Gunn Bergström um leit sína að skjölum Sama sem eru varðveitt víða, á Norðurlöndunum, í Rússlandi og slík skjöl má einnig finna í París, Berlín, Amsterdam og Vín. Starf margra skjalasafna við að gera stafræn afrit skjala aðgengileg á netinu auðveldar þessa leit.

Nordisk Arkivnyt 2016-3
miðvikudagur, 5. október 2016 - 10:15

Þjóðskjalasafn Íslands hefur gefið út nýtt leiðbeiningarrit fyrir ríkisstofnanir um frágang, skráningu og afhendingu pappírsskjala. Nýja leiðbeiningarritið kemur í stað eldra leiðbeiningarrits um sama efni, Afhending skjala og gerð geymsluskrár.

Frágangur, skráning og afhendingu pappírsskjala. Reglur og leiðbeiningar fyrir ríkisstofnanir
laugardagur, 1. október 2016 - 10:45

Þann 26. – 27. september sl. var haldin í Þjóðskjalasafni Íslands norræn málstofa um varðveislu og grisjun skjala. Málstofan er hluti af norrænum skjalasafnsskóla (Nordisk Arkivakademi) sem er samstarfsverkefni þjóðskjalasafna Norðurlandanna. Að þessu sinni var sjónum beint að varðveislu og grisjun í skjalasöfnum.

Þátttakendur í norræni málstofu um varðveislu og grisjun skjala
laugardagur, 1. október 2016 - 9:45

Þjóðskjalasafn Íslands ásamt Landsskjalasafni Færeyja og Landsskjalasafni Grænlands stóðu fyrir sameiginlegum fundi um varðveislu rafrænna gagna í Þjóðskjalasafni 20. – 21. september sl. Söfnin fylgja öll aðferðarfræði og regluverki Ríkisskjalasafns Danmerkur í varðveislu rafrænna gagna og því þótti tilvalið að starfsmenn þeirra sem sinna varðveislu rafrænna gagna hittust til samráðs.

Umræður á vestnorrænum fundi um varðveislu rafrænna gagna
föstudagur, 2. september 2016 - 16:30

Eins og undanfarin ár býður Þjóðskjalasafn Íslands upp á námskeið í skjalavörslu afhendingarskyldra aðila veturinn 2016-2017. Þjóðskjalasafn Íslands á, samkvæmt lögum, að leiðbeina þeim sem starfa í skjalavörslu og eru námskeiðin sem boðið upp á hluti af því verkefni safnsins.

Þjóðskjalasafn Íslands
þriðjudagur, 3. maí 2016 - 17:45

Þann 26. maí nk. stendur Þjóðskjalasafn Íslands fyrir málstofu um varðveislu rafrænna gagna í samvinnu við Ríkisskjalasafn Danmerkur. Tveir sérfræðingar í varðveislu rafrænna gagna frá Ríkisskjalasafni Danmerkur og fulltrúi frá Þjóðskjalasafni Íslands flytja erindi.

Þjóðskjalasafn Íslands

Pages