Forsíða

Fréttir

þriðjudagur, 21. janúar 2020 - 12:15

Jarðvísindastofun Háskóla Íslands hefur gert jarðskjálftarit (seismograms) frá árunum 1910-2010 aðgengileg til rannsókna. Gert er ráð fyrir að alls sé um að ræða um 300.000 pappírsafrit og er þegar búið að skanna tæplega 138.000 blöð.

Jarðskjálftarit
þriðjudagur, 24. desember 2019 - 11:45

Þjóðskjalasafn Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar farsælt samstarf á árinu sem senn er liðið.

Þjóðskjalasafn gaf út á árinu Prestakköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi eftir Björk Ingimundardóttur sagnfræðing og fyrrverandi skjalavörð. Bakgrunnsmynd jólakveðjunnar sýnir sóknarmörk í Húnaþingi á 19. öld.

Gleðileg jól!
föstudagur, 13. desember 2019 - 9:45

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar drög að reglum um tilkynningu og samþykkt á rafrænum gagnasöfnum og skilum afhendingarskyldra aðila. Tengil á drög að reglunum ásamt greinargerð er að finna hér fyrir neðan. Þjóðskjalasafn er framkvæmdaaðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar skv. 3. gr. laga nr.

Þjóðskjalasafn Íslands
miðvikudagur, 11. desember 2019 - 10:45

Vegna veðurs verður Þjóðskjalasafn Íslands lokað í dag frá klukkan 14:00.

Spáð er ofsaveðri í Reykjavík seinnipart þriðjudags og er fólk sem tök hefur á hvatt til að vera heima á meðan veðrið gengur yfir.

Óveður
miðvikudagur, 27. nóvember 2019 - 12:45

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar drög að reglum um meðferð, varðveislu og eyðingu á tölvupóstum afhendingarskyldra aðila. Tengil á drög að reglunum ásamt greinargerð er að finna hér fyrir neðan. Þjóðskjalasafn er framkvæmdaaðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar skv. 3. gr. laga nr.

Þjóðskjalasafn Íslands
fimmtudagur, 21. nóvember 2019 - 13:30

Yfirrétturinn var æðsti dómstóll landsins á sinni tíð. Dómar hans, og ekki síður málsskjölin sem með liggja, eru ómetanlegar heimildir um íslenskt þjóðlíf þessa tíma. Skjölin eru heimildir um hugarfar, réttarfar, stéttaskiptingu, samgöngur og búskaparhætti svo eitthvað sé nefnt.

Dómar Yfirréttarins

Pages