Forsíða

Fréttir

fimmtudagur, 25. janúar 2024 - 13:15

Stjórnarskráin í fortíð, nútíð og framtíð“ er þema safnanætur í Þjóðskjalasafni Íslands í ár. Sett verða upp borð frá þjóðfundinum 2010, sýnd gögn sem tengjast stjórnarskránni og flutt erindi um efnið.

18:30 Húsið opnar.

Dagskrá safnanætur í Þjóðskjalasafni Íslands 2. febrúar 2024
þriðjudagur, 23. janúar 2024 - 13:00

"Um klukkan tvö í nótt hófst eldgos í Heimaey, sem er stærsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum. Mikið hraungos er úr sprungu, sem er í brekkunni austan við Helgafell, aðeins ofan við byggðina, sprungan liggur frá Kirkjubæ og allt suður að Skarfatanga, sem er rétt austan við flugbrautarendann."

RÚV. Morgunfréttir 23.1.1973
mánudagur, 22. janúar 2024 - 14:00

Þann 14. janúar árið 2014 leit fyrsta tölublað Skjalafrétta, fréttabréfs Þjóðskjalasafns um skjalavörslu og skjalastjórn, dagsins ljós. Alls hafa komið út 133 tölublöð með fréttum af skjalavörslu og skjalastjórn hjá afhendingarskyldum aðilum, til dæmis um nýjar reglur þar um, auglýsing námskeiða, tilmæli eða önnur góð ráð fyrir þá sem starfa í skjalavörslu og skjalastjórn.

Skjalafréttir 1. tbl. 2014
þriðjudagur, 19. desember 2023 - 15:00

Þjóðskjalasafn Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Jólakort Þjóðskjalasafns Íslands
þriðjudagur, 19. desember 2023 - 12:00

Hefðbundinn afgreiðslutími verður á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands yfir hátíðarnar, eða sem hér segir:

21. desember    09:30-16:00

22. desember    Lokað

27. desember     09:30-16:00

28. desember    09:30-16:00

29. desember     Lokað

2. janúar             09:30-16:00

Lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands
föstudagur, 15. desember 2023 - 12:45

Þann 13. nóvember síðastliðinn tóku Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður og starfsfólk Þjóðskjalasafns Íslands á móti sjö manna sendinefnd frá The Institute of Party History and Literature (IPHL) í Peking. Stofnunin hafði óskað eftir að fá kynningu á skjalastjórn, rafrænni skjalavörslu og meðferð og notkun skjala hjá Þjóðskjalasafni Íslands.

Sendinefnd frá kínverska kommúnistaflokknum í heimsókn 13.11.2023

Pages