Forsíða

Fréttir

mánudagur, 27. október 2014 - 10:30

Þriðja tölublað Nordisk Arkivnyt fyrir þetta ár er nýlega komið út. Tímaritið er tæpar fimmtíu blaðsíður og inniheldur efni frá öllum Norðurlöndunum. Þeir sem eru að lesa nýútkomna bók Gísla Pálssonar um Hans Jónatan, eða hafa hug á að lesa hana, gætu haft gagn og gaman af að lesa grein um aðgengi að dansk-vesturindískum skjalasöfnum eftir danska skjalavörðinn Erik Gøbel.

Höfnin í Christiansted á St. Croix 1815
fimmtudagur, 28. ágúst 2014 - 11:30

Vegna malbikunarframkvæmda á lóð safnsins verða bílastæði fyrir framan lestrarsal lokuð dagana 1. - 12. september. Gestum er bent á að hægt er að leggja bifreiðum í portinu við aðalinnganginn. Aðkoma að lestrarsalnum verður um gangstétt frá Ásholti á meðan á framkvæmdunum stendur.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Þjóðskjalasafn Íslands
miðvikudagur, 27. ágúst 2014 - 12:15

Í júlí síðastliðnum ákvað valnefnd Alþjóða skjalaráðsins (ICA) að þiggja boð Þjóðskjalasafns Íslands um að halda árlega ráðstefnu ICA í Reykjavík dagana 18. til 22. september 2015.

Frá CITRA ráðstefnunni í Reykjavík árið 2001
föstudagur, 22. ágúst 2014 - 14:45

Sigurður Guðmundsson, myndlistamaður og rithöfundur, afhenti nýverið Þjóðskjalasafni Íslands filmur ljósmyndaverka sinna til varanlegrar varðveislu. Ljósmyndaverkin vann Sigurður á árunum 1970 til 1982 og bera þau samheitið Situations.

Eiríkur G. Guðmundsson og Sigurður Guðmundsson
miðvikudagur, 9. júlí 2014 - 10:45

Yfirlit um námskeið Þjóðskjalasafns Íslands í skjalastjórn og skjalavörslu fyrir veturinn 2014-2015 hefur verið birt á vef safnsins. Vegna framkvæmda við endurbyggingu á kennsluaðstöðu í Þjóðskjalasafni næsta vetur verður breyting á staðsetningu námskeiða og fjölda þeirra. Kennsla fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar við Arngrímsgötu 3.

Námskeið
þriðjudagur, 24. júní 2014 - 15:45

Annað tölublað Nordisk Arkivnyt fyrir árið 2014 er komið út. Tímaritið er á annað hundrað blaðsíður og stútfullt af athyglisverðu efni frá öllum Norðurlöndunum, auk fastra efnisatriða eins og Institutionen, Personalia, Publikationer og Dokumentet, sem er að þessu sinni íslenskar teikningar af fyrirhugaðri lagningu járnbrautar frá Reykjavík austur að Ölfusárbrú.

Nordisk Arkivnyt 2. tbl 2014

Pages